Fyrir og eftir – eldhúsið

15/10/2015

Daglegt líf, Heimilið

A15

Þá er komið að fyrstu fyrir og eftir færslunni! Ég ætlaði auðvitað að byrja á einhverju sem væri tilbúið en svo uppgötvaði ég að það er í raun ekkert 100% tilbúið og verður það líklega aldrei svo það er til lítils að hengja sig í það. Við skulum því bara byrja á uppáhalds herberginu mínu í húsinu sem er auðvitað eldhúsið. Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.

Lögunin á eldhúsinu bauð ekki upp á marga valkosti þegar kom að fyrirkomulagi innréttingarinnar enda er það langt og mjótt. Við vorum þó alveg harðákveðin í því að hafa enga efri skápa á gluggahliðinni en hafa aftur á móti skápa alveg upp í loft hinum megin. Til að fá meira út úr eldhúsinu þá fjarlægðum við þvottahúsið sem var við endann á rýminu og aðskilið frá eldhúsinu með léttum vegg. Þannig fengum við bæði stærri borðkrók og meira skápapláss.

C1

C2

C3

Við fjarlægðum rennihurð sem aðskildi eldhúsið og sjónvarpsherbergið svo það væri meiri tenging þar á milli. Nú getur annað okkar verið að brasa í eldhúsinu á meðan hitt er að horfa á fréttirnar en samt getum við talað saman. Ég sé fyrir mér að þetta verði sérstaklega hentugt þegar Auður Birna verður aðeins eldri.

C4

C5

Eins og þið kannski vitið þá finnst mér mjög gaman að elda svo ég var alveg harðákveðin í því að fá draumaeldhúsið úr því við vorum að þessu veseni. Það sem var efst á listanum voru tveir bakaraofnar, innbyggður búrskápur og gott borðpláss og sem betur fer bauð innréttingin upp á þetta allt saman. Það sem vantar enn er blessaður eldhúsháfurinn en þó við séum líklega loksins búin að velja hann þá þarf víst að kaupa hann líka.

C7

C6

C8

Ég teiknaði eldhúsið gróft upp með smiðnum og litina völdum við Gunnar saman. Það kom aldrei neitt annað til greina en að hafa háu skápana hvíta til að halda yfirbragðinu léttu en okkur fannst blágrái liturinn hinum megin passa vel við gráar æðarnar í marmaraborðplötunni. Við erum alveg í skýjunum með nýja eldhúsið enda er þetta gríðarlega gott vinnueldhús og ekki spillir fyrir að okkur finnst það líka svo fínt!

C9

Advertisements

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

3 Comments on “Fyrir og eftir – eldhúsið”

  1. Svava Says:

    Æðislegt eldhús! Gaman að sjá fyrir og eftir myndir. Verð að spyrja, hvaðan er vegghillan?

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: