Stroganoff fátæka mannsins

19/11/2015

Aðalréttir, Matur

B3

Þá eru skammdegið og kuldinn heldur betur farin að skella á og þá er svo gott að borða eitthvað heitt og gott sem er búið að malla lengi í ofninum. Húsið fyllist af matarlykt og hlýju og það yljar manni yfir daginn að vita að kvöldmaturinn er á sínum stað inni í ofni. Ég er svo heppin að vera í fæðingarorlofi þessa dagana svo það er ekkert mál fyrir mig að hægelda mat í nokkrar klukkustundir á virkum dögum en líklega yrðu flestir að elda þennan rétt um helgi. Ekki láta titilinn blekkja ykkur, þó þetta sé stroganoff fátæka mannsins þá er ekkert fátæklegt við þennan rétt. Hann er gríðarlega bragðgóður og í raun algjör lúxus (það gerir rjóminn!) en hann inniheldur hins vegar svínahnakka í staðinn fyrir nautalund. Það er svona aðeins viðráðanlegra fjárhagslega séð. Það besta er þó að það er mjög lítil fyrirhöfn að elda þennan rétt því það er bara öllu hent í pott og tíminn fær að sjá um vinnuna.

B1

A2

Stroganoff fátæka mannsins
Fyrir 4

1 kg svínahnakki í heilu
250 g sveppir, skornir í fjóra hluta
1 stór rauðlaukur, skorinn í átta hluta
Ólífuolía
1 tsk cayenne pipar (eða chiliflögur)
6 greinar af fersku timjan
Sjávarsalt í flögum
Svartur pipar
300 ml vatn
250 ml rjómi
1 hvítlauksrif
2 súrar gúrkur í heilu
Handfylli af ferskri steinselju
1 sítróna, börkurinn og safinn

Hitið ofninn í 180° C.

Setjið svínahnakkann, sveppina og laukinn í ofnpott (eða eldfast mót sem má fara beint á hellu). Setjið slurk af ólífuolíu yfir allt saman. Setjið cayenne pipar, timjan (setjið greinarnar bara heilar út í) og vel af salti og pipar yfir. Hellið 300 ml af vatni út í pottinn. Setjið inn í ofn og steikið í 3,5 klst án loks eða þar til kjötið er farið losna í sundur. Takið úr ofninum, hendið timjan greinunum og rífið kjötið svo lauslega í sundur með tveimur göfflum.

Setjið ofnpottinn á eldavélarhellu og ef það er mikill vökvi þá má sjóða hann aðeins niður. Hellið annars rjómanum strax saman við og hitið rólega.

Saxið hvítlauk, súrar gúrkur og steinselju smátt. Rífið börkinn af sítrónunni yfir og blandið öllu vel saman. Bætið helmingnum af þessari blöndu út í stroganoffið og kreistið safann úr sítrónunni yfir. Hrærið saman. Smakkið sósuna og saltið eftir smekk. Dreifið restinni af hvítlauksblöndunni yfir réttinn áður en hann er borinn fram. Berið fram með hrísgrjónum eða góðu brauði.

Uppskriftin er aðlöguð frá “Pork Shoulder Stroganoff” sem birtist í Jamie Magazine í febrúar 2012.

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

2 Comments on “Stroganoff fátæka mannsins”

  1. Guðrún Björg Says:

    Greetings from FAN ONE: ég er búin að kaupa mér Donnu Hay bók, næstum því eins flottar uppskriftir og hér

    Reply

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: