Fyrir og eftir – gestasalernið

23/11/2015

Daglegt líf, Heimilið

A9

Ég held að það sé loksins kominn tími á aðra fyrir og eftir færslu og í þetta sinn ætla ég að sýna ykkur gestasalernið. Mér finnst eitthvað mjög undarlegt við það að birta myndir af klósetti og hvað þá klósettrúllum en ég læt mig hafa það og vona að þið haldið ekki að ég sé endanlega gengin af göflunum. Sem fyrr er hægt að smella á myndirnar til að sjá þær stærri.

Gestasalernið er á hægri hönd þegar er gengið inn í húsið og er pínuponsulítið. Ef ég á að vera mjög nákvæm þá er það 1,6 fermetrar og satt að segja þá var ekkert voðalega auðvelt að taka myndir þarna inni því ég og myndavélin fylltum nánast út í rýmið. Þó að salernið sé svona lítið þá er það ekki svo lítið að maður þurfi að skjáskjóta sér inn eða vera í kleinu á klósettinu svo þetta sleppur allt mjög vel.  Umfram allt þá þjónar það sínum tilgangi sem er nú satt að segja fyrir mestu.

Eins og þið sjáið á fylgjandi mynd þá var salernið BLEIKT. Það var allt bleikt þarna inni, veggflísarnar, klósettið og vaskurinn. Við vorum á tímabili að spá í að halda salerninu óbreyttu og gera það bara últra kitsch með bankandi gylltum kisum, flamíngó fuglum og Hawaii rósum. Það var vissulega freistandi en við ákváðum á endanum að stúta þessu öllu saman og byrja upp á nýtt.

A3

Þó salernið sé ekki bleikt með flamíngó fuglum þá ákváðum við samt að hafa það pínu retró. Við létum það sem er erfitt að breyta vera frekar klassískt svo flísarnar sem eru á holinu ganga áfram inn á salerni og klósettkassinn var flísalagður hvítur. Til að gera þetta aðeins öðruvísi þá máluðum við einn vegg appelsínugulan enda er auðvelt að breyta litnum ef við fáum leið á honum. Hurðin inn á klósettið var eikarlituð með gylltum hurðarhúni en við ákváðum að mála hana hvíta og setja stállitan hurðarhún í stíl við aðrar hurðir í húsinu.

A4

Spegillinn kemur frá foreldrum hans Gunnar en við pússuðum hann upp og létum setja nýtt speglagler á hann. Ljósið kemur úr Lumex og er í raun útiljós en okkur fannst það passa svo vel við spegilinn og gefa frá sér svo æðislega birtu að það kom ekkert annað ljós til greina.

A5

Klósettrúlluhaldarinn og handklæðahaldarinn koma frá Ferm Living og voru þeir það fyrsta sem var valið inn á salernið því okkur fannst þeir svo flottir.

A7

A6

Auka klósettrúllur eru geymdar í gylltri körfu á gólfinu ásamt lyktareyðandi og handáburði. Ég las einhverntíma grein sem fjallaði um það hvað eigi að vera til staðar á gestasalerni til að forðast það að gestirnir þurfi að verða vandræðalegir út af klósettferðum. Þar var talað um auka klósettrúllur því enginn vill þurfa að biðja um þær, ruslatunna því enginn vill þurfa að fara með vandræðalegt rusl út af baðherberginu og að lokum lyktareyðandi úði því enginn vill skilja eftir sig vonda lykt! Mér fannst þetta pínu fyndið en samt meika sense svo ég reyni að hafa þetta allt til staðar.

A8

Það sem við fáum yfirleitt fyrst athugasemdir um á gestasalerninu er ótrúlegt en satt klósetttakkinn. Það er reyndar kannski ekkert svo skrítið því þegar maður fer að skoða klósetttakka þá kemst maður fljótt að því að þeir eru flestir frekar óspennandi. Þessi var keyptur hjá Ísleifi Jónssyni og klósettkassinn líka. Klósettið sjálft kemur úr Tengi en vaskurinn og blöndunartækin úr Bauhaus.

A2

Subscribe

Subscribe to our RSS feed and social profiles to receive updates.

No comments yet.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: