Archive | Ferðalög RSS feed for this archive

Frakkland

25/07/2014

2 Comments

Þá er sumarfríið á enda í bili og á mánudaginn bíður vinnan og rútínan. Við eyddum fríinu að mestu í Frakklandi með foreldrum mínum, bræðrum og bróðurdóttur og það var alveg yndislegt. Við leigðum hús í útjaðri Les Sables-d’Olonne við Atlantshafsströndina þar sem fór virkilega vel um okkur enda húsið æðislegt og nóg pláss fyrir […]

Continue reading...

Rabarbaraformkaka

18/06/2014

0 Comments

Við Gunnar fórum í fyrsta ferðalag sumarsins um síðastliðna helgi og þó bíllinn okkar hafi bilað kortér í ferðalag með tilheyrandi drama þá rættist heldur betur úr öllu saman. Við fengum bílinn hennar mömmu lánaðan og brunuðum austur í Meðalland þar sem fjölskyldan hennar mömmu á lítinn gamlan bústað. Afi minn byggði þennan bústað í […]

Continue reading...

Stokkhólmur

18/04/2014

0 Comments

Ég vona að þið séuð að njóta páskahelgarinnar jafn mikið og ég. Eins og mér fannst föstudagurinn langi alveg agalegur dagur þegar ég var krakki (ekkert að gera og fiskur í matinn!) þá finnst mér hann alveg dásamlegur núna. Þetta er líklega eini dagurinn á árinu þar sem maður getur með góðri samvisku gert nákvæmlega […]

Continue reading...

Lundúnaferð

12/02/2014

0 Comments

Við hjónin keyptum okkur flug til London á hraðatilboði í haust og um síðastliðna helgi var loksins komið að því að fara. Við vorum bara þrjár nætur svo við ákváðum að gista á skemmtilegu hóteli og njóta þess virkilega að taka smá vetrarfrí. Við héldum okkur að mestu í Shoreditch hverfinu þar sem hótelið var […]

Continue reading...

Sviss og Norður-Ítalía

23/09/2013

0 Comments

Það hefur nú heldur betur ýmislegt gerst síðan ég lét heyra frá mér síðast, Gunnar kom út til Brussel með bilað GPS tæki í farteskinu og við keyrðum samdægurs til Basel í Sviss með belgískt prepaid símakort, Google maps og bjartsýnina eina að vopni. Einhvernveginn rötuðum við alla leið og gátum eytt næsta degi í […]

Continue reading...

Svipmyndir frá Brussel

18/09/2013

6 Comments

Þá er komið að lokum Brussel dvalarinnar í bili og þá bíða mín ný ævintýri. Á morgun flýgur Vigdís vinkona heim en vélin sem hún fer með skilar mér Gunnari hingað út og þá hefst seinni hluti sumarfrísins. Við ætlum að keyra eitthvað um Evrópu en erum satt að segja lítið búin að plana ferðalagið […]

Continue reading...

Verslað á markaðinum

15/09/2013

5 Comments

Þau ykkar sem fylgist með mér à Instagram hafið kannski tekið eftir því að ég er stödd í Brussel og ég get sko lofað því að það væsir ekki um mig hér. Martha æskuvinkona mín býr hér ásamt fjölskyldunni sinni og ég ákvað að taka forskot á sumarfríið með því að slást í för með […]

Continue reading...

Helgarferð á Strandir

23/07/2013

1 Comment

Ég veit að ég hef ekki verið dugleg að skrifa upp á síðkastið en það er bara búið að vera svo svakalega mikið sumar og gaman að ég hef satt að segja ekki gefið mér tíma til þess. Við erum búin að vera mjög dugleg að hitta fólk og ferðast þannig að þó ég lumi […]

Continue reading...

Innri Mongólía – annar hluti

31/05/2013

0 Comments

Jæja þá er komið að síðustu nóttinni hérna í bænum sem ég kann ekki að bera fram nafnið á. Á morgun verður unnið til þrjú og svo keyrum við til Tongliao sem er borg í klukkutíma akstursfjarlægð héðan. Þar er víst búið að bóka handa okkur herbergi á góðu hóteli og kúnninn ætlar svo að […]

Continue reading...